Innbrotsþjófar brutust um helgina inn á heimili Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgals, og skosku eiginkonu hans Beth Thompson í strandbænum Cascais nærri Lissabon.
Þjófarnir komust undan með skartgripi og hönnunarúr að verðmæti sem talið er geta numið allt að 700.000 pundum, eða um 120 milljónum króna.
Parið var fjarverandi í um fjórar klukkustundir síðdegis á laugardag þegar innbrotið átti sér stað. Talið er að þjófarnir hafi brotið sér leið inn um glugga og skipulagt innbrot sitt með það að leiðarljósi að þau yrðu ekki heima.
Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að innbrotið hafi verið verk útlends glæpagengis sem sérhæfir sig í innbrotum í dýrar eignir. Rannsókn stendur yfir og réttarmeinafræðingar hafa þegar farið yfir vettvang í leit að vísbendingum.
Martinez, sem áður stýrði liðum á borð við Everton og Swansea, tók við þjálfun portugalska landsliðsins eftir HM í Katar.