Íþróttafréttakonan Laura Woods sá til þess að kollegar hennar á TNT Sports áttu erfitt með að halda aftur af hlátrinum í beinni útsendingu á miðvikudagskvöld, eftir tungubrjót í leikslok.
Woods var að leiða umfjöllun eftir dramatískan 3-2 sigur Liverpool á Atletico Madrid, þegar hún sagði:
„Diego Simeone, auðvitað frekar eldfimur karakter, hann fékk rautt spjald eftir sigurmarkið frá Virgin… Virgil van Dijk,“ sagði Woods.
Woods áttaði sig strax á mistökunum og sprakk úr hlátri áður en hún náði aftur stjórn á umræðunni. Á meðan heyrðust Steve McManaman og Michael Owen skella upp úr í bakgrunninum.
Sem betur fer var verið að sýna endursýningu af marki Atletico á meðan þetta gerðist, svo áhorfendur sáu ekki viðbrögðin í beinni. Þegar myndavélin sneri loks aftur að þeim við hliðarlínuna mátti þó sjá bæði Owen og Woods enn með glott á vör.
Uppátækið vakti mikla kátínu á samfélagsmiðlum, þar sem margir tóku Woods í sátt enda um saklaust og skemmtilegt atvik að ræða.
Did you say this @laura_woodsy 😂 great composure to carry on 😉 😂 ya made my night even better! pic.twitter.com/yzYZXEKs6L
— MoosterVanMoo (@mickeymooman) September 17, 2025