fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianluigi Donnarumma skrifaði undir hjá Manchester City í gær, á sjálfum gluggadeginum. Hann er sagður fá sitt gamla númer á ný hjá City.

Donnarumma var afar óvænt settur í frystinn hjá Paris Saint-Germain í sumar, í kjölfar þess að hafa átt stóran þátt í að tryggja liðinu Evrópumeistaratitil í vor.

Ítalski markvörðurinn var svo seldur til City á aðeins 26 milljónir punda í gær. Mirror segir að hann fari aftur í treyju númer 99 í Manchester.

Donnarumma sló í gegn afar ungur að árum með AC Milan og vakti hann þar athygli fyrir að vera í treyju númer 99.

Þegar PSG keypti hann árið 2021 gat hann ekki haldið númerinu, þar sem strangari reglur eru um treyjunúmer í efstu deild þar í landi.

Engar slíkar reglur eru á Englandi og getur hann því verið númer 99 þar. James Trafford, markvörður sem City keypti frá Burnley fyrr í sumar, ber númerið 1 á bakinu, líkt og Donnarumma gerði hjá PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Í gær

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum