Forráðamenn Chelsea verða uppteknir næstu daga að reyna að styrkja lið sitt og segir David Ornstein hjá The Athletic að félagið sé að skoða Fermin Lopez miðjumann Barcelona.
Ornstein segir formlegar viðræður félagana ekki komnar af stað en að Chelsea ræði við umboðsmann hans.
Lopez hefur verið orðaður burt frá Barcelona í sumar en hann er 22 ára gamall spænskur landsliðsmaður.
🚨 Chelsea evaluating possibility of move for Fermin Lopez. No contact yet with Barcelona but #CFC speaking to 22yo attacking midfielder’s camp as options explored in case of exits & given #FCBarcelona depth in Spain international’s position @TheAthleticFC https://t.co/ZdQ4FcB7nX
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 26, 2025
Fabrizio Romano segir að Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United hafi hafnað tilboðum frá Sádí Arabíu síðustu daga.
Garnacho vill aðeins fara til Chelsea en hingað til hefur félagið ekki viljað greiða þá upphæð sem Manchester United vill fyrir hann.
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag en Chelsea er einnig á eftir Xavi Simmons leikmanni RB Leipzig.
🚨🔵 Alejandro Garnacho and Chelsea, deal remains very advanced with all parties expected it to happen.
Garnacho has rejected new approach from Saudi Pro League in last 48h, he only wants Chelsea as destination. pic.twitter.com/mOq2HoqpZ6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2025