Chelsea skoðar þann möguleika að sækja Fermin Lopez, miðjumann Barcelona, áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðarmótin.
Lopez er 22 ára gamall og samningsbundinn Börsungum í fjögur ár til viðbótar, en The Athletic segir fulltrúa hans hafa átt samtöl við Chelsea undanfarna daga.
Það er mikil samkeppni á miðjunni hjá Barcelona, sem spilar einnig inn í það að hann er opinn fyrir því að fara til Englands.
Lopez skoraði átta mörk og lagði upp tíu í þeim 46 leikjum sem hann kom við sögu með Barcelona á síðustu leiktíð. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir hönd Spánar.
🚨 Chelsea evaluating possibility of move for Fermin Lopez. No contact yet with Barcelona but #CFC speaking to 22yo attacking midfielder’s camp as options explored in case of exits & given #FCBarcelona depth in Spain international’s position @TheAthleticFC https://t.co/ZdQ4FcB7nX
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 26, 2025