Starf Ole Gunnar Solskjær hjá Besiktas í Tyrklandi er mögulega í hættu en hann var ráðinn til starfa í janúar.
Tyrknenskir fjölmiðlar vilja meina að Solskjær gæti verið á förum og þá segir Fabrizio Romano að Nuri Sahin komi til greina sem hans arftaki.
Solskjær byrjaði vel hjá Besiktas og vann stuðningsmenn á sitt band en seinni hluti tímabilsins var ekki eins góður.
Liðið tapaði nýlega 4-2 gegn Shakhtar Donetsk í Evrópudeildinni sem setur mikla pressu á þann norska.
Solskjær er fyrrum stjóri Manchester United en það yrði ansi óvænt ef hann yrði rekinn eftir aðeins nokkra mánuði.