fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Pressan
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 07:00

Það væri ekki amalegt að eiga nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar sveiflur í heimspólitíkinni og miklar skuldir margra stórra ríkja gera að verkum fjárfestar sogast að gulli og vilja helst geyma fjármuni sína í formi gullstanga.

Gullforði margra Evrópuríkja er vel geymdur djúpt undir New York því að á Manhattan er bandaríski seðlabankinn til húsa. Í kjallara hans er svo mikið gull geymt að Jóakim Aðalönd myndi verða grænn af öfund ef hann sæi það.

Þjóðverjar og Ítalir hafa sérstakan áhuga á gullgeymslu seðlabankans því þar er megnið af gullforða ríkjanna geymdur.

Undir seðlabankanum er þýskt og ítalskt gull að verðmæti sem svarar til rúmlega 30.000 milljarða íslenskra króna geymt. Að minnsta kosti enn sem komið er.

Donald Trump er í stríði við seðlabankann því hann telur að hann haldi stýrivöxtunum of háum. Hann hefur í vaxandi mæli gagnrýnt Jerome Powell, seðlabankastjóra, og því fer pólitíski þrýstingurinn í gullgeymslum seðlabankans vaxandi.

Þessi pólitíska spenna hefur orðið til þess að samtök evrópskra skattgreiðenda (TAE) sendu bréf til fjármálaráðherra Þýskalands og Ítalíu og til seðlabanka og hvöttu þá til að íhuga hvort rétt sé að þeir séu svona háðir bandaríska seðlabankanum.

„Við höfum miklar áhyggjur af að Donald Trump muni skipta sér af hinum sjálfstæða bandaríska seðlabanka. Ráðlegging okkar er að flytja gullið heim svo að evrópskir seðlabankar hafi full yfirráð yfir því öllum stundum,“ sagði Michael Jager, formaður samtakanna, í samtali við Financial Times.

Ef einhver ríki taka gullið heim, þá verður það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Þjóðverjar tóku til dæmis hluta af gullforða sínum heim 2013 en þá fluttu þeir 674 tonn heim frá New York og París. Með því var helmingurinn af þýska gullforðanum kominn í vörslu þýska seðlabankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus