fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Messi sár og svekktur og sendir sneið á PSG

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. júní 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi sendi sneið á PSG áður en hann mætir liðinu með Inter Miami í HM félagsliða, þar mætir hann sínu gamla félagi.

Messi var hjá PSG í tvö ár en hann var sár og svekktur þegar félagið fagnaði honum ekki sem Heimsmeistara.

Messi varð Heimsmeistari með Argentínu árið 2022 í úrslitaleik gegn Frakklandi, franska félagið vildi því ekki fagna Messi um of af virðingu við stuðningsmenn sína.

„Ég var eini leikmaðurinn af 25 leikmönnum sem fékk enga viðurkenningu frá félagi mínu,“ sagði Messi í gærkvöldi og því eru sárin ekki gróin.

Nasser Al-Khelaifi forseti PSG svaraði þessu fljótt. „Það er mikið talað, ég veit ekki hvað hann sagði núna. Við settum inn myndband og óskuðum honum til hamingju, við vildum hins vegar virða franska landsliðið.“

Liðin mætast í 16 liða úrslitum þar sem búist er við að PSG muni fara áfram með auðveldum sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar