fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ásgeir Frank segir rætnar kjaftasögur um stöðu sína ekki réttar – Veikindi hafa herjað á hann

433
Mánudaginn 16. júní 2025 20:30

Úlfur t.v og Ásgeir Frank t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis segir það af og frá að hann sé hættur störfum, slík saga hefur gengið manna á millum.

433.is fékk nokkrar ábendingar fyrir Helgi að búið væri að láta Ásgeir fara og frá þessu var svo sagt í Þungavigtinni í dag.

„Orðrómur um að hann hafi verið látin fara,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi Þungavigtarinnar.

Gunnar Már Guðmundsson tók við þjálfun Fjölnis í febrúar þegar Úlfur Arnar Jökulsson var rekinn en Úlfur réð Ásgeir til starfa. „Sögur um að hann hafi verið að grafa undan þjálfaranum, þetta er orðrómur. Fjölnir er í alvöru brekku,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar.

Í samtali við 433.is sagði Ásgeir þetta vera af og frá, hann hafi verið veikur undanfarið og því ekki verið með í leiknum gegn HK. Hann segist ekki átta sig á því hvernig svona sögusagnir fara af stað.

Fjölnir er á botni Lengjudeildarinnar með þrjú stig en liðið hefur verið að flakka á milli efstu og næst efstu deildar síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“