fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

KSÍ tilkynnir breyttar reglur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 16. júní 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á 79. ársþingi KSÍ voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þar sem félögum var veitt heimild til að fjölga varamönnum úr sjö í níu í Bestu deild og aðalkeppni Mjólkurbikarsins. Þessi heimild hefur verið nýtt vel af félögunum til þessa en eins og oft þegar breytingar eru gerðar þá er erfitt að sjá fyrir allt sem þeim fylgir fyrr en þær koma til framkvæmdar.

Á fundi stjórnar KSÍ þann 19. maí sl. var tekin fyrir tillaga dómaranefndar þess efnis að takmarka fjölda varamanna í upphitun á hverjum tíma. Tillaga dómaranefndar er fram kominn vegna þess að framangreind breyting hefur leitt til þess að stóran hluta leiks eru of margir einstaklingar staddir fjarri boðvangi og erfitt fyrir dómarateymið að hafa eftirlit með öllum þátttakendum leiksins.

Af þessum sökum lagði dómaranefnd KSÍ til að regluverk KSÍ yrði fært til samræmis við reglur UEFA í þessum efnum og fjöldi varamanna í upphitun á hverjum tíma yrði takmarkaður við fimm varamenn auk þjálfara. Þessa reglu má finna í öllum mótareglugerðum UEFA og lagði dómaranefnd til að hún yrði tekin upp hér á landi.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að gefa út tilmæli til félaga um að fjöldi varamanna í upphitun verði takmarkaður við fimm varamenn auk þjálfara hverju sinni og bætt framangreindri reglu við handbók leikja í kafla um leikvanga og upphitun leikmanna, sbr. bls. 10. Fyrirmælin eru almenn og taka til allra deilda og keppna.

Eftirfarandi er yfirlit yfir breytingu í handbók leikja:

„Á meðan á leik stendur er varamönnum heimilt að hita upp á upphitunarsvæði sem dómari hefur staðfest. Í hvoru liði mega fimm varamenn hita upp á upphitunarsvæði hverju sinni ásamt einum þjálfara. Ef dómari telur þörf á að takmarka fjölda leikmanna frekar vegna plássleysis eða aðstöðu er honum heimilt að takmarka fjölda við þrjá leikmenn hverju sinni auk þjálfara. Félög skulu gæta þess að unnt sé að aðgreina varamenn frá öðrum þátttakendum leiksins og dómari hefur heimild til að láta varamenn klæðast vestum ef þörf er á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað