fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Áframhaldandi fjaðrafok í kringum Gyokeres – Hugsanleg skipti sett á ís

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 16. júní 2025 09:30

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð hins eftirsótta Viktor Gyokeres er áfram í lausu lofti. Það eina sem virðist á hreinu er að hann mun yfirgefa portúgalska félagið Sporting.

Þessi 27 ára gamli framherji hefur einna helst verið orðaður við Arsenal og Manchester United, en er hann sagður hafa útilokað að fara til síðarnefnda félagsins. Spilar þar inn í að liðið hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og engin Evrópukeppni í boði.

Portúgalskir miðlar segja nú að Arsenal hafi lagt fram tilboð í Gyokeres í síðustu vikunni en var það nokkuð frá því sem Sporting vill. Eru Skytturnar hikandi við að ganga að verðmiðanum. Talið er að Arsenal hafi boðið upphæð sem gæti orðið allt að 55 milljónir punda. Sporting vill hins vegar tæpar 70 milljónir punda.

Hugsanleg skipti Svíans til Arsenal eru því sögð í uppnámi sem stendur. Sagt er að enska félagið muni nú aftur skoða það að reyna við Benjamin Sesko hjá RB Leipzig eða Ollie Watkins hjá Aston Villa.

Mikið hefur verið fjallað um að Gyokeres sé ósáttur við þann háa verðmiða sem Sporting hefur sett á hann. Taldi hann sig hafa heiðursmannasamkomulag um að hann mætti fara fyrir minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað