fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fyrirliðinn í toppstandi þegar styttist í EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. júní 2025 16:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er í toppstandi þegar tæpar þrjár vikur eru í að EM í Sviss hefjist.

Þorsteinn Halldórsson sagði frá þessu í samtali við 433.is í dag. Glódís spilaði síðustu tvo leiki Þjóðadeildarinnar gegn Frökkum og Norðmönnum, en hún hefur samt sem áður glímt við meiðsli í vor. Þau ættu ekki að plaga hana á EM.

video
play-sharp-fill

„Hún er alveg klár. Hún fór í gegnum þessa leiki þannig séð auðveldlega. Hún lítur bara vel út,“ sagði Þorsteinn um fyrirliðann, sem er auðvitað lykilmaður Bayern Munchen einnig.

„Nú líður smá tími milli þess sem hún spilar leiki en hún er að æfa og verður í toppstandi á EM,“ sagði hann enn fremur.

Ísland hefur leik á EM 2. júlí gegn Finnum. Við tekur leikur gegn heimakonum í Sviss 6. júní áður en Stelpurnar okkar mæta Noregi í lokaleik riðilsins þann 10. júlí. Tvö efstu liðin fara áfram í 8-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
Hide picture