fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Stórt nafn til nýliðanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 16:44

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Natasha Anasi er gengin í raðir nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur í Bestu deild kvenna.

Þetta er mikill styrkur fyrir Grindavík/Njarðvík, en þess má geta að Natasha var í lokahópi Íslands á EM í sumar

Tilkynning Grindavíkur/Njarðvíkur
Natasha Anasi-Erlingsson gengur til liðs við Grindavík/Njarðvík!

Hafsentinn, Natasha Anasi hefur gert samning við Grindavík/Njarðvík að leika með liðinu út árið 2026 hið minnsta.

Natasha sem er fædd árið 1991 kom fyrst til Íslands árið 2014 eftir að hafa stundað nám og spilað fótbolta með Duke háskólanum árin 2010-2013.

Ferill Natöshu á Íslandi byrjaði hjá ÍBV, áður en hún spilaði með Keflavík, Breiðablik, Brann í Noregi og nú síðast Val.

Árið 2019 fékk Natasha íslenskan ríkisborgararétt en eins og margir eflaust vita þá er Natasha gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá Njarðvík.

Fyrsti landsleikur Natöshu fyrir Íslands hönd var árið 2020, en síðan þá hefur hún komið við sögu í 9 landsleikjum og skorað 1 mark fyrir Ísland. Nú síðast var hún í lokahóp landsliðsins sem fór á EM í Sviss í sumar.

Alls hefur Natasha leikið 211 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ á Íslandi og skorað í þeim 57 mörk, en 117 þeirra leikja hafa komið í Bestu deildinni, sem Grindavík/Njarðvík mun spila í sumar.

Því er ljóst að um mikla styrkingu fyrir liðið er að ræða og hlökkum við til að sjá Natöshu í bleika og hvíta búningnum!

Grindavík/Njarðvík býður Natöshu hjartanlega velkomna til liðsins!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina