fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Kaupa þeir dýrasta leikmann í sögunni eftir komu Frank?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. júní 2025 17:30

Thomas Frank.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham ætlar sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í kjölfar hörmunga sinna í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, sem og ráðningar á nýjum stjóra.

Tottenham hafnaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en vann Evrópudeildina og verður því í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það dugði ekki til þess að Ange Postecoglou héldi starfi sínu.

Thomas Frank var í gær kynntur sem arftaki hans og nú má ætla að félagið hefjist brátt handa á félagaskiptamarkaðnum. Svo gæti farið að Tottenham kaupi sinn dýrasta leikmann í sögunni, en félagið hefur augastað á Antoine Semenyo hjá Bournemouth samkvæmt Fabrizio Romano.

Kantmaðurinn átti gott tímabil með Bournemouth, skoraði 11 mörk og lagði upp 5 í 37 leikjum. Bournemouth vill helst ekki selja hann. Félagið hefur þegar selt Dean Huijsen á 50 milljónir punda til Real Madrid og er Milos Kerkez sterklega orðaður við brottför.

Fari svo að félagið selji Semenyo verður það ekki fyrir minna en upphæð í kringum 70 milljónir punda. Gangi Tottenham að þeim verðmiða yrði hann sá dýrasti í sögunni, en sem stendur er það Dominic Solanke, sem var einmitt keyptur frá Bournemouth síðasta sumar. Framherjinn kostaði 55 milljónir punda, með möguleika á 10 til viðbótar.

Samkvæmt fréttum frá Englandi hefur Manchester United þó einnig augastað á Semenyo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United