Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, hefur varið það val að velja Jordan Henderson í enska landsliðshópinn fyrir æfingaleiki í júní.
Valið á Henderson kom mörgum á óvart en hann hefur ekki beint staðiðst væntingar hjá Ajax í Hollandi og er kominn á seinni ár ferilsins.
Henderson er fyrrum fyrirliði Liverpool en hann stefnir að því að spila á HM 2026 í Bandaríkjunum á næsta ári.
Ungir efnilegir leikmenn eins og Adam Wharton voru ekki valdir í hópinn en Tuchel segir að enginn ungur leikmaður geti boðið Englandi upp á það sama og Henderson.
,,Ég get skilið þessar spurningar en um leið og þú hittir og kynnist Jordan þá er þetta afskaplega auðvelt val,“ sagði Tuchel.
,,Þetta er ekki Adan Wharton gegn Jordan henderson. Það sem Jordan kemur með inn í liðið er eitthvað sem enginn ungur leikmaður getur boðið upp á.“
,,Það er einfaldlega ómögulegt þegar kemur að persónulega og reynslu.“