Það er ekkert lið í heiminum sem er búið að komast að því hvernig á að stöðva undrabarnið Lamine Yamal sem spilar með Barcelona.
Þetta segir Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, sem undirbýr sína menn fyrir leik gegn spænska landsliðinu í Þjóðadeildinni.
Yamal er 17 ára gamall og er í raun ótrúlegur leikmaður en hann er talinn einn sá besti í heimi þrátt fyrir ungan aldur.
Deshcamps fær að mæta Yamal sem er spænskur landsliðsmaður en hann er sjálfur ekki með lausn á því hvernig á að stöðva þennan gríðarlega öfluga vængmann.
,,Ég hef ennþá ekki séð lið sem veit hvernig á að stöðva Yamal,“ sagði Deschamps við Relevo.
,,Spánn er besta landslið Evrópu og mögulega besta landslið heims.“