Donald Trump Bandaríkjaforseti skellti sér í umdeilda embættisferð til Sádi-Arabíu í vikunni. Þar mætti hann meðal annars a blaðamannafund í Riyadh á þriðjudag þar sem hann fundaði. með krónprinsi Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman og tilkynnti afléttingu allra efnahagsþvinganna gegn konungsríkinu á Arabíuskaganum.
Netverjar, sem líkast til kusu ekki Trump og eru almennt á móti honum, hafa nú hæðst að forsetanum fyrir fundinn, en þar sást Trump loka augunum um stund. Mögulega var hann aðeins að hvíla augun, mögulega dottaði hann. Netverjum finnst þetta sérlega fyndið í ljósi þess að Trump uppnefndi forvera sinn, Joe Biden, gjarnan Syfjaða Jóa (e. Sleepy Joe)
Mikil gleði hefur nú gripið um sig á samfélagsmiðlinum X þar sem andstæðingar Trump hafa hann að háði og spotti. Stuðningsmenn hans trúa því meira að segja sumir að hann hafi dottað á fundinum á þriðjudaginn en hann eigi það skilið eftir allt hans góða starf í þágu bandarísku þjóðarinnar.
Dæmi um ummæli netverja:
New nickname: “Sleepy Don”.
Today in Riyadh, Saudi Arabia. pic.twitter.com/Uy6sS1o34B
— Brian Krassenstein (@krassenstein) May 13, 2025
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er sakaður um að vera syfjaður. Fyrir ári var Trump sakaður um að dotta í dómsal rétt áður en þinghald hófst í máli ákæruvaldsins gegn honum. Eins er því haldið fram að hann hafi sofnað á kosningafundi í október á síðasta ári. Loks héldu margir því fram að Trump hefði fengið sér blund í jarðarför Frans páfa.