fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 14:33

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk var harðlega gagnrýndur fyrir meinta nasistakveðju í ræðu sem hann fór með í kjölfar innsetningarathafnar Donald Trump Bandaríkjaforseta þann 20. janúar. Musk virtist ekki gefa mikið fyrir gagnrýnina og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Nú er komið á daginn að honum sárnaði töluvert en hann telur sig fórnarlamb linnulausrar áróðursherferðar sem sé ætlað að hafa af honum mannorðið.

Musk mætti í viðtal til tengdadóttur forsetans, Lara Trump, á Fox-fréttastofunni þar sem hann opnaði sig um það að hafa nú mánuðum saman verið uppnefndur nasisti á netinu.

„Ég meina þetta er linnulaus áróðursherferð sem Trump forseti hefur klárlega orðið fyrir barðinu á lengi, síðustu 20 árin og jafnvel lengur,“ sagði ríkasti maður heims. „Pólitíkin er blóðug íþrótt svo þar verður farið í allar mögulegar árásir sem geta rústað almenningsáliti einhvers.“

Musk segist aldrei hafa gert nokkrum neitt. Því sé sárt að vera uppnefndur með þessum hætti.

„Ég hef aldrei skaðað nokkurn mann svo það er galið að halda því fram að ég sé nasisti, því málið með nasista var ekki hvernig þeir báru sig eða hvernig þeir klæddu sig heldur það að þeir myrtu milljónir. Það er nefnilega málið. Þeir hafa líka kallað Trump forseta nasista og það var einn miðill sem sagði Trump verri en Hitler, Stalín og jafnvel Maó, allir samanlagt. En hann er ekki ofbeldisfull manneskja og hefur í reynd gert margt til að koma í veg fyrir stríð eða fyrirbyggja þau, sem er öfugt við það að vera nasisti.“

Auðkýfingurinn segir að meginstraumsfjölmiðlar hafi leikið stórt hlutverk í þessari áróðursherferð og segist jafnframt vera vonsvikinn yfir því hversu árangursríkur áróðurinn hefur verið.

„Ef þú endurtekur lygi, á borð við „hann er nasisti“-lygina, nægilega oft þá fara sumir að trúa henni, sérstaklega fólk sem trúir enn þessum rótgrónu miðlum.“

Musk segir að þessir miðlar muni svífast einskis til að ná höggi á honum.

„Þeir reyna að finna allar leiðir til að ná höggi á mér. Ef þeir gætu ýtt á takka til að drepa mig, þá myndu þeir gera það umhugsunarlaust. En þar sem það er frekar erfitt að drepa mig hafa þeir ákveðið að fremja mannorðsmorð í staðinn.“

Rolling Stone greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus