fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 11:15

Trump vill taka Alcatraz aftur í notkun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hygðist opna Alcatraz-fangelsið á nýjan leik og hýsa þar hættulegustu glæpamenn Bandaríkjanna.

Alcatraz-fangelsið er heimsþekkt fangelsi á samnefndri eyju úti fyrir San Francisco. Fangelsi var opnað þar árið 1934 en því var lokað árið 1963. Sterkir straumar og kaldur sjór umhverfis eyjuna áttu að gera það næstum ómögulegt að flýja af eyjunni.

Alcatraz er í dag vinsæll ferðamannastaður þar sem fólki gefst kostur á að skoða meðal annars þær aðstæður sem föngum var boðið upp á á eyjunni.

Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, beindi Trump þeim tilmælum til opinberra stofnanna, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins og FBI, að hefja vinnu við að opna fangelsið á nýjan leik.

„Í of langan tíma hafa Bandaríkin verið plöguð af grimmilegum og ofbeldisfullum síbrotamönnum – úrhrökum samfélagsins – sem munu aldrei leggja neitt annað til en eymd og þjáningu,“ sagði hann og bætti við að áður fyrr hefðu Bandaríkin ekki hikað við að hýsa hættulegustu glæpamennina langt frá mannabyggðum.

Óvíst er hvort og þá hvernig Trump hyggst endurvekja fangelsisstarfsemi á eyjunni á nýjan leik, en í umfjöllun bandarískra fjölmiðla er bent á að fangelsinu hafi verið lokað á sínum tíma vegna þess mikla kostnaðar sem fylgdi því að reka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?