
Sex félög eru sögð fylgjast með Marcus Rashford ef Barcelona ákveður að kaupa hann ekki næsta sumar.
Enski sóknarmaðurinn er á láni hjá Barcelona frá Manchester United og hefur hann farið afar vel af stað. Börsungum stendur til boða að kaupa hann á 28 milljónir punda næsta sumar.
Það er þó ekki víst að félagið ráði við það og launapakka Rashford vegna fjárhagsvandræða. Ljóst er að kappinn spilar ekki aftur fyrir United og þyrfti því að horfa til annarra áfangastaða ef skipti til Barcelona ganga ekki eftir.
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain eru sagðir fylgjast með honum og einnig fleiri stórlið í Evrópu, nánar til tekið Bayern Munchen, Juventus og Inter.
Þá er möguleiki á að Rashford söðli um innan Englands, en Arsenal og Chelsea eru sögð opinn fyrir því að fá hann.