fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson er mættur aftur í landsliðshópinn, Arnar Gunnlaugsson hringdi í hann á dögunum og tilkynnti honum að hann yrði í hópnum núna.

Jóhann var ekki valinn í síðasta verkefni og vakti það nokkra undrun, Arnar fékk talsverða gagnrýni yfir sig fyrir að hafa ekki rætt við Jóhann vegna þess.

Meira:
Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

„Ég tjáði honum að hann yrði valinn, hann var mjög ánægður. Fyrri afrek voru ekki rædd, hann var bara stoltur og til í slaginn. Hungraður að hjálpa okkur,“ sagði Arnar um samtal þeirra.

Ísland mætir Aserbaídsjan í Baku fimmtudaginn 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá í Póllandi sunnudaginn 16. nóvember.

Þetta eru síðustu tveir leikirnir í riðlakeppni undankeppninnar fyrir HM 2026. Frakkland er efst í riðlinum með tíu stig, Úkraína í öðru sæti með sjö stig og Ísland er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig. Aserbaídsjan er í neðsta sæti með eitt stig. Það lið sem endar í efsta sæti fer beint á HM á meðan liðið í öðru sæti fer í umspil.

Arnar útskýrði hvaða hlutverk hann sér Jóhann fyrir sér í. „Þegar hópurinn var birtur, það er meiri strúktúr í hópnum en áður. Við sjáum hann fyrir okkur á hægri kantinum og berjist um þá stöðu, hann kemur með reynslu sem við þurfum á að halda í þessum glugga. Þeir leikmenn sem hafa gengið í gegnum stóra leiki hjálpa í svona verkefni.“

Fyrir síðasta verkefni sagði Arnar að aðrir stæðu Jóhanni framar, hvað breyttist? „Við spiluðum tvo heimaleiki í síðasta gluggi. Við vorum með öðruvísi vægi í þeim glugga, við fáum á okkur fimm mörk gegn Úkraínu. Það er annað vægi í þessum glugga, það vita allir hvað þarf. Jói hentar þessu verkefni mjög vel.“

Hörður Björgvin Magnússon er einnig mættur aftur eftir að hafa komist á flug í Grikklandi á nýjan leik. „Hann er búinn að spila 4-5 leiki með félagsliði, við erum að fara til Póllands og sækja stig eða meira gegn Úkraínu. Þá fannst okkur vanta ef einhver meiðist í varnarlínunni, sem dæmi Daníel Léo hefur verið frábær. Erum þá með jafnvægi í hópnum.“

„Hópurinn er í góði jafnvægi, við erum sáttir með það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins