
Í nýju viðtali við Piers Morgan opinberaði Cristiano Ronaldo hvað væri það dýrasta sem hann hefur keypt sér.
„Dýrasta sem ég hef keypt? Flugvél. Global Express. Ég hef átt flugvél í 13 ár, en skipti um í fyrra og það er dálítið dýrt,“ sagði Ronaldo.
Ronaldo, sem sagðist ekki lengur eyða eins miklu í lúxus og áður, bætti þó við að flugvélin væri nauðsyn.
„Ég er ekki venjulegur maður. Ég get ekki verið á flugvöllum af öryggisástæðum.“
Ronaldo er ríkasti knattspyrnumaður sögunnar, en hann hefur gert afar vel í fjárfestingum utan vallar, auk þess sem hann skrifaði undir svakalegan samning í Sádi-Arabíu, þar sem hann mun sennilega loka ferlinum.