fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Potter tekinn við

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í morgun að Englendingurinn Graham Potter hafi verið ráðinn nýr þjálfari sænska karlalandsliðsins í fótbolta.

Potter skrifar undir stuttan samning og hefur það markmið að koma liðinu á heimsmeistaramótið sumarið 2026.

„Ásamt leikmönnunum vil ég láta draum aðdáenda um að fara á HM rætast,“ sagði Potter í tilkynningu.

Samningur hans gildir út undankeppni HM og nær yfir leiki gegn Sviss og Slóveníu í nóvember. Ef Svíar komast í umspil í mars framlengist samningurinn sjálfkrafa og sömuleiðis ef liðið fer inn á HM.

Potter tekur við aðeins 24 dögum eftir að hann var rekinn frá West Ham.

Svíar hafa átt afar dapra byrjun í undankeppninni og aðeins fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Jon Dahl Tomasson. Liðið situr á botni riðilsins á eftir Sviss, Kósóví og Slóveníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur