Fyrrverandi Liverpool-framherjinn Neil Mellor hefur verið yfirhlaðinn fyndnum tilboðum um að fá hann sem tengdaföður eftir að afmæliskveðja hans til dóttur sinnar fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.
Mellor, sem er hvað þekktastur fyrir sigurmark sitt gegn Arsenal í uppbótartíma árið 2004, birti saklaust færslu á X þar sem hann óskaði dóttur sinni, Nicole, til hamingju með afmælið. Færslan vakti þó óvænta athygli og innan tveggja sólarhringa hafði hún safnað yfir 3,7 milljónum áhorfa.
Tugir aðdáenda gripu tækifærið til að senda Mellor hnyttin skilaboð. Einn skrifaði: „Vantar þig tengdason?“ annar bætti við: „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason.“ Þriðji spaugði: „Neil, þarftu tengdason, félagi?“ og sá fjórði sagði: „Við höfum ekki hist áður, Neil , ég er tengdasonurinn þinn, gaman að hitta þig loksins!“
Viðbrögðin hafa fengið tugþúsundir læka og stuðningsmenn Liverpool hafa gert mikið grín að málinu á X.
Nicole, sem er módel og dansari, er með nærri 5.000 fylgjendur á Instagram, en sú tala mun eflaust hækka eftir þessa fjölmiðlaumfjöllun.
Mellor, sem nú er 42 ára, hefur ekki brugðist opinberlega við fjölda umsókna sem hafa borist, en stuðningsmenn Liverpool muna hann vel fyrir stuttu en eftirminnilegu tímabili sínu á Anfield eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi félagsins undir stjórn Rafa Benítez árið 2004.