fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford virðist kenna óstöðugu umhverfi Manchester United um að hann hafi ekki náð að spila af stöðugleika á ferlinum hingað til.

Framherjinn gekk í sumar til liðs við Barcelona á árs láni sem hægt er að gera að varanlegum samningi, og hefur hann byrjað vel á Spáni. Rashford, sem er 27 ára, hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í fyrstu tíu leikjunum sínum með Katalóníuliðinu.

Frammistaða hans hefur tryggt honum áframhaldandi sæti í enska landsliðshópi Thomas Tuchels í aðdraganda HM á næsta ári. Fyrir leik Englands gegn Lettlandi á þriðjudag var Rashford spurður út í orð Tuchels, sem sagði að stöðugleiki væri það eina sem vantaði upp á til að hann yrði leikmaður í heimsklassa.

„Ég er sammála honum,“ sagði Rashford í viðtali við ITV.

„Stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur þáttur. Ég hef verið í óstöðugu umhverfi mjög lengi og það gerir það erfiðara að sýna stöðugleika. En það er eitthvað sem ég vil bæta í leik mínum.“

Rashford bætti við að hann vilji ná sínu besta ekki stundum, heldur eins oft og hægt er. „Til að vera stöðugur, ekki bara í íþróttum heldur í lífinu almennt, þarftu stöðugleika í kringum þig í æfingum og vinnubrögðum. Á mínum ferli hafa orðið mjög miklar breytingar, en ég lít fram á veginn og vil bæta þetta. Þegar ég er á toppnum nýt ég fótboltans mest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Kristian Nökkvi með geggjað mark til að jafna gegn Frökkum

Sjáðu markið – Kristian Nökkvi með geggjað mark til að jafna gegn Frökkum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snúa sér að Manchester United-goðsögn eftir að Gerrard sagði nei

Snúa sér að Manchester United-goðsögn eftir að Gerrard sagði nei
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Haaland yfirgefur hópinn