Lamine Yamal, stjarna Barcelona, var í stuði eftir Ballon d’Or verðlaunahátíðina á dögunum.
Yamal hafnaði í öðru sæti í baráttunni um Gullboltann eftirsótta á eftir Ousmane Dembele, leikmanni Paris Saint-Germain.
Yamal er aðeins 18 ára gamall og verður að teljast líklegt að hann eigi eftir að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun einn daginn.
Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Yamal hafi verið hinn glaðasti eftir hátíðarhöldin og keypti hann hamborgara fyrir alla fulltrúa Barcelona á hátíðinni í París.
„Lamine var í stuði eftir hátíðina. Hann keypti hamborgara fyrir okkur öll á miðnætti. Við höfðum ekki borðað neitt og vorum mjög svöng. Þetta voru góðir borgarar,“ segir Laporta.