Tolami Benson, kærasta Bukayo Saka, stjörnu Arsenal, sá sig knúna til að bregðast við fullyrðingum um að hún hafi farið í brjóstaaðgerð eftir myndatöku á dögunum.
Benson birti myndir sem hafa vakið mikla athygli en í kjölfar þess að hún birti þær virðist fólk hafa haldið því fram að hún hafi farið undir hnífinn.
„Fólk sem heldur því fram að ég hafi farið í brjóstaaðgerð er svo fyndið,“ skrifaði Benson einfaldlega um þá orðróma.
Benson og Saka hafa verið saman síðan 2020 en héldu þau sambandi sínu lengi leyndu.