fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson virðist vera kominn inn í myndina hjá þýska félaginu Hertha Berlin á nýjan leik. Liðinu gengur hins vegar ekki nógu vel.

Jón Dagur gekk í raðir Hertha fyrir síðustu leiktíð, en liðið leikur í B-deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði ansi lítið á sinni fyrstu leiktíð en hefur nú byrjað þrjá leiki í röð.

„Mér líður frábærlega í höfuðborginni en ég fékk auðvitað ekki mikið að spila á síðasta tímabili. Mér er persónulega búið að ganga fínt á þessu tímabili og fengið að spila meira. En liðið er ekki að byrja vel sem er ekki gott. Vonandi snúum við þessu við og gerum atlögu að því að komast upp,“ segir Jón Dagur við 433.is.

video
play-sharp-fill

En hvað breyttist í sumar?

„Ég átti bara gott spjall við þjálfarann áður en ég fór í sumarfrí. Ég skoðaði auðvitað mína stöðu þar sem ég spilaði lítið, það er bara eðlilegt. En eftir spjallið og hvernig hann sá mitt hlutverk á þessu tímabili ákvað ég að kýla á þetta.“

Hertha er aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki á þessari leiktíð. Liðið er stórt og spilar á 75 þúsund manna heimavelli, Ólympíuleikvangingum í Berlín. Þetta er því varla ásættanlegt.

„Við þurfum heldur betur að fara að rífa okkur í gang, þetta er í raun ekki boðlegt,“ segir Jón Dagur.

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Í gær

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
Hide picture