fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Kristján Óli jós úr skálum reiði sinnar í Úlfarsárdalnum – „Þeir áttu það skilið“

433
Mánudaginn 16. júní 2025 18:30

Þungavigtar bræðurnir ræddu málin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson spekingur Þungavigtarinnar var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Fram og FH í Bestu deild karla í gær.

Kristján var mættur í stúkuna á Lambhagavöllinn þar sem Fram vann 2-0 sigur, umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks.

Helgi Mikael Jónasson var á flautunni og Elías Ingi Árnason var fjórði dómarinn.

„Ég lét dómarann heyra, þeir áttu það skilið. Það er ótrúlegt atvik í lok fyrri hálfleiks, Viktor Freyr markvörður Fram kýlir Sigurð Bjart niður í teignum. Helgi lokar augunum og flautar til hálfleiks,“ sagði Kristján í Þungavigtinni í dag.

Hann vildi einnig skella skuldinni á fjórða dómarann og beindi orðum sínum að Ríkharð Óskari Guðnasyni sem er aðalmaðurinn á FM957 þar sem Elías starfaði áður.

„Elli FM, fáðu hann til að vera DJ hér á laugardagskvöldum því hann var fjórði dómari og sá þetta líka. Ég lét þá heyra það í hálfleik. Gæslan ætlaði að henda mér út í hálfleik en þorðu því ekki.“

Kristján vildi svo meina að Helgi Mikael ætti ekki að dæma í efstu deild og taldi Twana Khalid Ahmed vera í sama flokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Í gær

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Í gær

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins