Stuðningsmenn Sunderland hafa fengið mikið skítkast á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum fyrir framkomu sína á föstudaginn.
Sunderland ert búið að tryggja sér sæti í efstu deild Englands á ný og voru stuðningsmenn liðsins mættir til London á föstudag fyrir leik á laugardegi.
Trafalgar torgið í London fékk að finna fyrir nærveru stuðningsmanna Sunderland sem skildu eftir sig gríðarlega mikið rusl á jörðinni og á öðrum stöðum.
Það tók starfsfólk og sjálfboðaliða gríðarlega langan tíma að þrífa allt ruslið en stuðningsmenn Sunderland virtust pæla lítið í eigin framkomu og tóku ekki til eftir sig.
,,Þvílíka ógeðið. Hvernig myndi ykkur líða ef við kæmum til Sunderland og rústuðum borginni ykkar?“ skrifar einn eftir að myndir af ruslinu voru birtar.
Annar bætir við: ,,Drullusokkar. Ég vona svo mikið að þið tapið á morgun og farið heim grenjandi með fyrstu vél.“
Myndir af þessu má sjá hér.