Thomas Muller viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum til að athuga hvort þau hafi áhuga á að semja við hann í sumar.
Muller vill mikið spila í Bandaríkjunum en hann yfirgefur Bayern Munchenm í sumar eftir að hafa spilað þar allan sinn feril.
Muller verður 36 ára gamall síðar á þessu ári en hann hefur aldrei spilað fyrir annað félag á ferlinum og vill reyna fyrir sér í öðruvísi umhverfi.
,,Ég er ekki viss ennþá, það er ekkert sett í stein en ég er með mínar hugmyndir, auðvitað,“ sagði Muller.
,,Við höldum þessu spennandi og næstu vikurnar munu sanna það. Við eigum eftir að spila á HM félagsliða sem gæti verið spennandi upplifun.“
,,Auðvitað er ég að spyrja lið í Bandaríkjunum, ég er ekki með nein plön eins og er. Ég er opin manneskja.“