Federico Chiesa á enn framtíð fyrir sér hjá Liverpool og gæti vel spilað með liðinu í stærra hlutverki á næsta tímabili.
Þetta segir Arne Slot, stjóri ensku meistarana, en Chiesa fékk lítið að spila undir hans stjórn á þessari leiktíð.
Chiesa kostaði Liverpool lítið síðasta sumar en hann var um tíma ein af vonarstjörnum Ítalíu og spilaði stórt hlutverk er liðið vann EM 2021.
Chiesa hefur aðeins spilað 13 leiki á þessu tímabili en gæti vel fengið tækifæri gegn Brighton á mánudag.
,,Á hann framtíð fyrir sér hjá Liverpool? Já svo sannarlega,“ sagði Slot um ítalska vængmanninn.
,,Á næsta tímabili, ef hann kemur inn í undirbúningstímabilið heill heilsu sem hann var varla fyrri hluta tímabils þá get ég leyft honum að spila – hann getur byggt á því og komist enn lengra.“