Mohamed Salah viðurkennir að hann hafi búist við því að yfirgefa Liverpool í vetur áður en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Samningur Salah átti að renna út í sumar en hann hefur verið besti leikmaður liðsins fram á við á þessu tímabili.
Liverpool ákvað að bjóða Salah tveggja ára framlengingu frekar ein eins árs sem varð til þess að Egyptinn skrifaði undir.
,,Miðað við sögu félagsins þá voru líkurnar tíu prósent. Það var vegna hugmyndafræði félagsins,“ sagði Salah.
,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en ég veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn yfir þrítugt í sögunni.“
,,Við náðum samkomulagi varðandi laun og allir eru ánægðir en ég bjóst ekki við að vera áfram. Ég held að það hafi tekið sex mánuði að ná samkomulagi og þetta gekk vel fyrir sig frá janúar.“
,,Ég vildi ekkert meira en bara þessi tvö ár.“