Mohamed Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool og vill að þeir sýni bakverðinum Trent Alexander-Arnold stuðning næstu vikurnar.
Trent er að yfirgefa uppeldisfélag sitt í sumar fyrir Real Madrid en hann vildi ekki framlengja samning sinn á Anfield.
Salah getur varla talað betur um liðsfélaga sinn sem hefur fengið töluverðan skít undanfarnar vikur eftir að hann staðfesti eigin brottför.
,,Ég mun sakna hans verulega. Ég elska hann. Hann á skilið að vera kvaddur á besta hátt,“ sagði Salah.
,,Hann hefur gert mikið fyrir þetta félag og þessa borg. Hann er líklega einn besti leikmaður í sögu félagsins.“
,,Hann gaf allt í þetta verkefni og ég tel að hann þurfi á nýrri áskorun að halda. Hann er 26 ára gamall og hefur unnið allt tvisvar eða þrisvar sinnum.“