Real Madrid ætlar að reyna að gera nákvæmlega það sama og félagið gerði í sumar með Trent Alexander-Arnold sem gengur í raðir liðsins á frjálsri sölu frá Liverpool.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Jose Felix Diaz en hann segir að Real hafi mikinn áhuga á varnarmanninum Ibrahima Konate.
Konate er eins og Trent mikilvægur hlekkur í vörn Liverpool en sá fyrrnefndi verður samningslaus 2026.
Liverpool er að reyna að bjóða Konate nýjan samning en hvort hann skrifi undir er ekki víst að svo stöddu.
Real ku vera í bílstjórasætinu þegar kemur að Konate en litlar líkur eru á að Frakkinn verði seldur í sumar.