Bojan, fyrrum undrabarn Barcelona, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að Luis Diaz sé mögulega á leið til félagsins frá Liverpool.
Diaz hefur verið orðaður við Barcelona en hann dreymir um að spila fyrir félagið einn daginn eftir nokkur góð ár hjá ensku meisturunum.
Bojan segist vera aðdáandi Diaz en myndi samt frekar taka Marcus Rashford, leikmann Manchester United, sem var lánaður til Aston Villa í janúar.
,,Luis Diaz er frábær leikmaður en það vantar upp á stöðugleikann. Ef ég réði hlutunum hjá Barcelona þá myndi ég ekki kaupa hann,“ sagði Bojan.
,,Hann er leikmaður sem getur gert stórkostlega hluti en svo hverfur hann í þrjá leiki eða þá spilar skelfilegan hálftíma og hættir svo.“
,,Ég myndi frekar kaupa Marcus Rashford en Diaz. Hann er með þann möguleika á að spila í níunni.“