Erling Haaland og aðrir leikmenn Manchester City fengu óvænta heimsókn fyrir helgi er enginn annar en Neil Warnock var mættur á æfingasvæði félagsins.
Warnock er vel þekktur í enska boltanum en hann átti langan þjálfaraferil og var lengi í ensku úrvalsdeildinni.
Haaland er einn besti sóknarmaður heims en hann segist bera mikla virðingu fyrir Warnock sem er 76 ára gamall í dag.
Norðmaðurinn kallar Warnock á meðal annars goðsögn en hann hefur ekki þjálfað síðan 2024 eftir stutt stopp hjá Aberdeen í Skotlandi.
,,Hann er mjög fyndinn náungi, góður náungi. Ég hef horft á mikið af enskum fótbolta í gegnum tíðina svo ég veit að hann er goðsögn í leiknum,“ sagði Haaland.
,,Ég vissi ekki að hann væri að mæta á svæðið svo ég var nokkuð hissa en við áttum gott spjall. Hann er af gamla skólanum og ég tengi aðeins við það vegna föður míns.“