fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson var gestur Chess After Dark í vikunni en þessi vinsælli hlaðvarpsþáttur hefur vakið mikla athygli á síðustu árum.

Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson eru umsjónarmenn þáttarins og fengu fyrrum atvinnumanninn Brynjar í gott spjall sem er vel rúmlega tveir klukkutímar.

Brynjar ræddi á meðal annars um tíma sinn hjá Stoke City á Englandi en hann kom þangað frá Örgryte árið 199 og lék með liðinu í fjögur ár.

Brynjar var lykilmaður hjá Stoke þessi fjögur tímabil áður en hann færði sig til Nottingham Forest og síðar Watford og Reading.

Fyrrum landsliðsmaðurinn ræddi til að mynda Tony Pulis, fyrrum þjálfara Stoke, sem er oft ásakaður um að í raun ‘hata’ Íslendinga og má nefna menn á borð við Eið Smára Guðjohnsen sem fékk fá tækifæri undir hans stjórn á sínum tíma.

Birkir spurði Brynjar að skemmtilegri spurningu hvort þessar samsæriskenningar um Pulis væri réttar – að honum væri í raun illa við Íslendinga.

,,Það lítur þannig út sko! Ég get ekki svarað þessu, hann hataði mig ekki sko. Ég var kannski undantekningin sem sannar regluna,“ sagði Brynjar.

,,Hann var sérstakur og vildi sýna menn hvernig sem á það er litið hvort það séu Íslendingar eða annað. Hann var kannski í einhverju stríði við eigendur og að þetta væri hans lið og ekki þeirra, sumir fara í þann leik. Hann var ekki að fara spila einhverjum Íslendingum bara því það voru íslenskir eigendur.“

,,Ég held að ef það er litið til baka þá var hann besti maðurinn fyrir Stoke í þeirri stöðu sem við vorum. Svo er hægt að deila um það hvort fótboltinn hafi verið skemmtilegur eða leiðinlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér