Leeds United hefur gefið frá sér tilkynningu eftir mynd sem birtist af syni leikmanns félagsins, Ethan Ampadu, á dögunum.
Ampadu er mikilvægur hlekkur í liði Leeds sem hefur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.
Sonur Ampadu sást í treyju Galatasaray sem gerði marga stuðningsmenn Leeds bálreiða vegna atviks sem átti sér stað árið 2000.
Tveir stuðningsmenn Leeds, Christopher Loftus og Kevin Speight, voru myrtir í Istanbul það ár fyrir leik Leeds gegn Galatasaray í undanúrslitum UEFA bikarsins.
Leeds tekur fram að Ampadu geri sér grein fyrir alvarleika málsins en hann er fyrirliði enska stórliðsins.
Leeds segir að Ampadu fái fullan stuðning frá félaginu á þessum erfiðu tímum og biður fólk um að virða hans einkalíf.
Tilkynninguna má sjá hér.
Club Statement: Ethan Ampadu
— Leeds United (C) (@LUFC) May 16, 2025