fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
433Sport

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Arsene Wenger var allt annað en sáttur með vítið sem Inter fékk gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Inter fór áfram úr einu skemmtilegasta undanúrslitaeinvígi í lengri tíma. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli og var það sama uppi á tengingum í gær. Inter komst í 2-0, Barcelona sneri leiknum við en Inter jafnaði á ný áður en Ítalirnir kláruðu dæmið í framlengingu.

Annað mark Inter kom af vítapunktinum, en það var Lautaro Martinez sem krækti í vítaspyrnuna eftir viðskipti við Pau Cubarsi, varnarmann Barcelona. Þurfti VAR til að dæma vítið. Wenger fjallaði um leikinn fyrir Bein Sports og var allt annað en sammála dómnum.

„Ég er mjög á móti svona vítaspyrnudómum og að nota hæga endursýningu til að dæma þau. Á venjulegum hraða er þetta frábær tækling og hann nær boltanum,“ sagði Frakkinn og hélt áfram.

„Lautaro Martinez hallar sér að honum og er að sækja vítið. Hann veit að hann er ekki að fara að skora. Þetta er röng ákvörðun dómarans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho

David Moyes reynir að fá enska landsliðsmanninn – Þarf að keppa við Mourinho