fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. apríl 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa aðra íþrótt og er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta bardaga í MMA.

Evra hefur í raun stundað íþróttina undanfarin níu ár með pásum en hann hefur þó ekki barist í hringnum hingað til.

Um er að ræða fyrrum franskan landsliðsmann sem gerði garðinn frægan með United – hann hefur æft með Cedric Doumbé síðan 2016.

Evra fær að upplifa drauminn þann 23. maí næstkomandi en þá fer fram viðburður á Accor Arena.

Frakkinn hefur skorað á Luis Suarez að láta sjá sig í hringnum en sá síðarnefndi er í dag leikmaður Inter Miami.

Þeir þekkjast vel úr ensku úrvalsdeildinni og voru ‘óvinir’ um tíma eftir að Suarez var dæmdur í bann fyrir rasisma í garð Evra.

,,Ég er nú byrjaður að undirbúa mig fyrir minn fyrsta bardaga. Þeir munu velja andstæðinginn en spurðu mig hverjum ég vildi mæta,“ sagði Evra.

,,Ég svaraði einfaldlega Luis Suarez. Ég skal borga þetta. Hann má jafnvel bíta mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér