fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. apríl 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa aðra íþrótt og er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta bardaga í MMA.

Evra hefur í raun stundað íþróttina undanfarin níu ár með pásum en hann hefur þó ekki barist í hringnum hingað til.

Um er að ræða fyrrum franskan landsliðsmann sem gerði garðinn frægan með United – hann hefur æft með Cedric Doumbé síðan 2016.

Evra fær að upplifa drauminn þann 23. maí næstkomandi en þá fer fram viðburður á Accor Arena.

Frakkinn hefur skorað á Luis Suarez að láta sjá sig í hringnum en sá síðarnefndi er í dag leikmaður Inter Miami.

Þeir þekkjast vel úr ensku úrvalsdeildinni og voru ‘óvinir’ um tíma eftir að Suarez var dæmdur í bann fyrir rasisma í garð Evra.

,,Ég er nú byrjaður að undirbúa mig fyrir minn fyrsta bardaga. Þeir munu velja andstæðinginn en spurðu mig hverjum ég vildi mæta,“ sagði Evra.

,,Ég svaraði einfaldlega Luis Suarez. Ég skal borga þetta. Hann má jafnvel bíta mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi