fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. apríl 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa aðra íþrótt og er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta bardaga í MMA.

Evra hefur í raun stundað íþróttina undanfarin níu ár með pásum en hann hefur þó ekki barist í hringnum hingað til.

Um er að ræða fyrrum franskan landsliðsmann sem gerði garðinn frægan með United – hann hefur æft með Cedric Doumbé síðan 2016.

Evra fær að upplifa drauminn þann 23. maí næstkomandi en þá fer fram viðburður á Accor Arena.

Frakkinn hefur skorað á Luis Suarez að láta sjá sig í hringnum en sá síðarnefndi er í dag leikmaður Inter Miami.

Þeir þekkjast vel úr ensku úrvalsdeildinni og voru ‘óvinir’ um tíma eftir að Suarez var dæmdur í bann fyrir rasisma í garð Evra.

,,Ég er nú byrjaður að undirbúa mig fyrir minn fyrsta bardaga. Þeir munu velja andstæðinginn en spurðu mig hverjum ég vildi mæta,“ sagði Evra.

,,Ég svaraði einfaldlega Luis Suarez. Ég skal borga þetta. Hann má jafnvel bíta mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga