fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433

Sigrar Dortmund og Aston Villa dugðu ekki til

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa og Dortmund unnu bæði leiki sína gegn Paris Saint-Germain og Barcelona í kvöld en það dugði ekki til að sigra einvígin.

Um seinni leiki í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar var að ræða. PSG vann fyrri leikinn gegn Villa 3-1 og Börsungar rústuðu Dortmund 4-0.

Það stefndi í þægilegan dag á skrifstofunni fyrir gestina frá París í kvöld þegar Achraf Hakimi kom þeim yfir á 11. mínútu og Nuno Mendes tvöfaldaði forskotið eftir tæpan hálftíma leik.

Youri Tielemans minnkaði þó muninn fyrir Villa fyrir lok fyrri hálfleiks og gaf þeim von. Á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks komust heimamenn svo yfir með mörkum John McGinn og Ezri Konsa. Þeir reyndu að sækja annað mark til að koma einvíginu í framlengingu en það tókst ekki.

Lokatölur 3-2 en PSG vinnur 5-4 samanlagt. Frábærri leiktíð Villa í Meistaradeildinni lokið þetta tímabilið en PSG mætir Arsenal eða Real Madrid í undanúrslitum.

Serhou Guirassy skoraði þrennu fyrir Dortmund gegn Barcelona. Liðið komst í 2-0 og 3-1 og leyfði sér að dreyma um endurkomu. Nær komust Þjóðverjarnir hins vegar ekki.

Barcelona fer því áfram og mætir annað hvort Bayern Munchen eða Inter í undanúrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony alls ekki bitur – ,,Þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig“

Antony alls ekki bitur – ,,Þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tottenham tapaði gegn Forest

England: Tottenham tapaði gegn Forest
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“