fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 12:30

Roy Keane / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane hefur tjáð sig um atvik sem fáir vissu af en hann lenti eitt sinn í slagsmálum við liðsfélaga sinn Peter Schmeichel hjá Manchester United.

Keane og Schmeichel léku lengi vel saman hjá United og eru tvær goðsagnir félagsins en hafa báðir lagt skóna á hilluna.

Gary Neville, annar fyrrum leikmaður United, minnti Keane á slagsmál sem áttu sér stað í Singapore á sínum tíma í æfingaferð.

Keane og Schmeichel náðu ekki alltaf vel saman og eitt sinn fóru þeir báðir yfir strikið og slógust harkalega þar sem ekkert var gefið eftir.

,,Já, hann byrjaði þetta. Ég var að verja sjálfan mig en já þetta voru alvöru slagsmál,“ sagði Keane við Neville.

,,Augljóslega vorum við að fá okkur í glas og vorum nýkomnir úr flugi en Peter endaði kvöldið með glóðarauga. Við æfðum bara venjulega daginn eftir.“

,,Peter tók þessu vel, stundum lendirðu í slagsmálum við liðsfélagana. Það var hiti á milli mín og Peter í mörg ár og það var mikil spenna okkar á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?