fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Bruno Fernandes fær á baukinn fyrir atvik sem fór framhjá mörgum í gær – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. desember 2024 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fær nú á baukinn fyrir atvik sem kom upp í tapinu gegn Tottenham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í gær.

Um var að ræða fjörugan leik en sjö mörk voru skoruð og komst heimaliðið frá London í 3-0. Dominic Solanke skoraði tvö af þeim mörkum en United gafst ekki upp og lagaði stöðuna í 3-2.

Heung Min Son tryggði Tottenham að lokum sigur en hann skoraði beint úr horni undir lok leiks. United tókst þó að laga stöðuna í 4-3 einnig úr hornspyrnu en Jonny Evans kom þar boltanum í netið.

Enskir miðlar vekja þó nú athygli á atviki milli Fernandes og Lucas Bergvall, 18 ára gamals Svía í liði Tottenham, en það hefur verið á milli tannanna á netverjum.

Þar fellur Bergvall eftir viðskipti við Fernandes, en fáir virtust spá í atvikinu í gær. Skömmu áður virðist Bergvall stjaka lítillega við Portúgalanum.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár