fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson segist aldrei hafa séð aðra eins stemmingu og í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. október 2024 13:00

Heimir Hallgrímsson Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur létt af sér pressunni með góðum sigri á Finnlandi á útivelli í Þjóðadeildinni í gær.

Írar er kröfuharðir og eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum Heimis í starfi fór að verða nokkur pressa.

Eftir að hafa lent undir í Finnlandi komu Írar til baka og unnu góðan sigur. „Ég vil halda áfram að vinna, það er alltaf betra að sjá stuðningsmennina eftir sigur. Þúsund írar voru mættir hérna og það var gaman að sjá hversu sáttir þeir voru,“ segir Heimir.

„Ég hef aldrei séð svona stemmingu, þeir sungu lengi fram eftir. Að sjá hvað þetta gefur þeim eru verðlaun fyrir mig sem þjálfara.“

„Ég hef aldrei upplifað að þúsund stuðningsmenn ferðast í útileik og eru svona háværir og eru svona lengi. Ég elska þetta, ég gef þeim mikla virðingu.“

Heimir var sáttur með leikinn. „Áður en við skoruðum kom góð orka frá stúkunni. Okkur leið eins og þeir væru sáttir með það sem við vorum að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina