fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Forráðamenn City brjálaðir og sendu tölvupóst á öll félög deildarinnar í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 11:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester City eru brjálaðir út í ensku úrvalsdeildina og saka forráðamenn deildarinnar um rógburð eftir úrskurð sem féll í gær. Fengu öll lið töluvpóst í gær.

Manchester City vann dómsmál sitt við ensku úrvalsdeildina vegna APT regluverks sem deildin hefur verið með. Málið er ótengt þeim 115 ákærum sem enska úrvalsdeildin lagði fram á City og er það mál í gangi núna.

APT reglurnar eru ólöglegar samkvæmt nýjum dómi sem óháður dómstóll kvað upp um. APT reglurnar eru um auglýsingar frá fyrirtækjum sem eru tengd eigendum liða í deildinni, voru tveir slíkar samningar sem City ætlaði að gera stopaðir af deildinni.

Eigendur City höfðu tengsl við fyrirtækin en hinn óháði dómstóll segir að þessar reglur ensku deildarinnar séu ólöglegar. Enska deildin var ekki sammála þessu og sendi yfirlýsingu sem forráðamenn City eru reiðir yfir.

Svo reiðir voru þeir að öll 19 liðin sem eru með City í ensku úrvalsdeildinni fengu tölvupóst í gær þar sem lesið var yfir forráðamönnum deildarinnar.

„Því miður hefur deildin ákveðið að blekkja fólk og setjaf ram hluti sem eru ekki réttir,“
segir í pósti sem Simon Cliff starfsmaður City sendi á félögin.

„Sem er svo verra er að deildin ætlar að setja sér nýjar APT reglur á næstu tíu dögum. Við létum deildina vita árið 2021 að þessar reglur væru ekki í lagi og það kom á daginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur