Real Madrid staðfesti komu Kylian Mbappe til félagsins í gær en um er að ræða líklega besta knattspyrnumann í heimi í dag.
Real Madrid fær hann frítt frá PSG þar sem samningur hans var á enda.
Ljóst er að Carlo Ancelotti þarf að hreyfa til í liðinu sínu með komu Mbappe en Vinicius Jr og Rodrygo voru frábærir á köntunum á liðnu tímabili og Jude Bellingham sem fölsk nía.
Nú verða breytingar á en auk Mbappe er Endrick að mæta til liðsins en þessi 17 ára piltur er efnilegasti leikmaður Brasilíu í dag.
Ljóst er að Real Madrid hefur gríðarlega breidd og Ancelotti getur rúllað liðinu sínu vel eins og sjá má hér að neðan.