Það eru margir að tala um leikmann að nafni Mateo Apolinio í dag en hann er á mála hjá Deportivo Riestra.
Riestra spilar í efstu deild í Argentínu en hann varð 14 ára gamall fyrir aðeins mánuði síðan og er gríðarlega efnilegur.
Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 14 ára gamall fékk Apolinio að spila sinn fyrsta deildarleik í efstu deild Argentínu í vikunni.
Hann bætir þar með met Sergio Aguero, fyrrum leikmanns Manchester City, sem hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Aguero var rúmlega ári eldri en Apolinio er hann spilaði sinn fyrsta leik og er því um ótrúlegt afrek að ræða hjá þessum unga strák.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni en hans menn í Riestra töpuðu 1-0 gegn Newell’s Old Boys.