Thomas Tuchel er líklegastur til að taka við hjá Manchester United í sumar ef marka má veðbanka á Englandi.
Tuchel er í dag stjóri Bayern Munchen en búið er að staðfesta það að hann láti af störfum eftir tímabilið.
Gareth Southgate var lengi efstur á þessum lista en hann virðist vera ósannfærður um verkefnið á Old Trafford.
Tuchel þekkir það að starfa á Englandi en hann vann Meistaradeildina með Chelsea á sínum tíma áður en hann fékk sparkið.
Southgate var talinn vera í bílstjórasætinu um tíma en hann er landsliðsþjálfari Englands sem spilar á EM í sumar.