Það er erfitt fyrir leikmenn Newcastle að spila fyrir ‘ríkasta félag heims’ að sögn Eddie Howe, stjóra liðsins.
Newcastle hefur verið á hraðri niðurleið undanfarnar vikur eftir gott gengi í byrjun tímabils en liðið er það ríkasta í Evrópu.
Þrátt fyrir það hefur liðið ekki eytt of miklu í nýja leikmenn og þá er ekki verið að kaupa stórstjörnur líkt og önnur félög hafa gert.
Howe segir að þessi stimpill hafi haft áhrif á leikmenn félagsins og að það fylgi því mikil pressa að vera leikmaður Newcastle í dag.
,,Í hvert skipti sem Newcastle er nefnt í fjölmiðlum þá fylgir því alltaf að við séum ‘ríkasta félag heims,’ sagði Howe.
,,Það hefur verið erfitt fyrir okkur því það er alltaf pressa á liðinu jafnvel þó að við séum ekki að lifa í þeim raunveruleika.“
,,Við höfum þurft að takast á við þetta og leikmennirnir hafa gert það vel.“